Enski boltinn

Van Persie í leikmannahópi Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cesc Fabregas í leik með Arsenal.
Cesc Fabregas í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Robin van Persie er í leikmannahópi Arsenal sem mætir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem hann er í hópnum síðan í lok ágúst en hann hefur verið að glíma við ökklameiðsli.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að van Persie hafi aðeins náð einni æfingu fyrir leikinn en að það hafi verið nóg til að Arsene Wenger, stjóri liðsins, setti hann á bekkinn í dag. Cesc Fabregas er í byrjunarliði Arsenal í dag.

Byrjunarlið Arsenal: Fabianski, Sagna, Koscielny, Squillaci, Clichy, Song, Wilshere, Fabregas, Walcott, Chamakh, Nasri.

Varamenn: Szczesny, Rosicky, van Persie, Djourou, Arshavin, Eboue, Bendtner.

Byrjujnarlið Newcastle: Krul, Simpson, Coloccini, Williamson, Jose Enrique, Barton, Tiote, Nolan, Gutierrez, Carroll, Ameobi.

Varamenn: Soderberg, Campbell, Routledge, Lovenkrands, Smith, Steven Taylor, Ranger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×