Lífið

Járnmaður í bobba

Robert Downey og félagar í Iron Man eru í smá vandræðum, leikstjórinn Jon Favreau er hættur.
Robert Downey og félagar í Iron Man eru í smá vandræðum, leikstjórinn Jon Favreau er hættur.

Jon Favreau, leikstjóri Iron Man-myndanna, hefur tilkynnt að hann muni ekki leikstýra þriðju myndinni í seríunni. Þetta kemur aðdáendum í opna skjöldu enda hafa fyrri myndirnar tvær farið vel í gagnrýnendur sem áhorfendur. Los Angeles Times greinir frá þessu. Blaðið greinir frá því að Favrau hyggist leikstýra Magic Kingdom sem Disney er að fara framleiða. Í samtali við blaðið staðfesti Favreau þennan orðróm og sagðist vilja gera fjölskyldumyndir aftur, finna ljósið og láta fólk súpa hveljur í kvikmyndahúsum.

Forsvarsmenn Iron Man lýstu strax yfir miklum vonbriðgum með ákvörðun Favreau en hafa þó ekki lagt árar í bát. Þeir líta hýru auga til leikstjóra Zombielands, Rubens Fleischer, og vilja að hann setjist í leikstjórastólinn. Að minnsta kosti standi ekki til að hætta við gerð myndarinnar enda nemur gróðinn af Iron Man 1 og Iron Man 2 rúmum einum milljarði dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.