Enski boltinn

Bendtner hélt lífi í titilvonum Arsenal - Bent fór illa með Spurs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bendtner skoraði mikilvægt mark í dag.
Bendtner skoraði mikilvægt mark í dag.

Arsenal virðist vera búið að fullkomna þá list að vinna leiki á ögurstundu því liðið vann enn leikinn á dramatískan hátt. Í dag kom sigurmarkið á 94. mínútu gegn Wolves.

Það var fátt sem benti til annars en að leiknum myndi lykta með jafntefli er Bendtner stangaði knöttinn í netið. Grátlegt fyrir leikmenn Úlfanna sem höfðu barist hetjulega í leiknum.

Darren Bent launaði sínu gamla félagi, Tottenham, lambið gráa með tveimur mörkum í 3-1 sigri. Hann hefði getað skorað þrennu en klúðraði seinni vítaspyrnunni sinni í leiknum. Eiður Smári var í byrjunarliði Tottenham.

Man. City getur því náð fjórða sæti deildarinnar með sigri á Burnley á eftir.

Úrslit dagsins:

Arsenal-Wolves  1-0

1-0 Nicklas Bendtner (90.+4).

Bolton-Aston Villa  0-1

0-1 Ashley Young (11.)

Portsmouth-Blackburn  0-0

Stoke-Hull  2-0

1-0 Ricardo Fuller (6.), 2-0 Liam Lawrence (90.)

Sunderland-Tottenham  3-1

1-0 Darren Bent (1.), 2-0 Darren Bent, víti (29.), 2-1 Peter Crouch (72.), 3-1 Boudewijn Zenden (86.)

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×