Enski boltinn

Chamakh nú orðaður við Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marouane Chamakh í leik með Bordeaux.
Marouane Chamakh í leik með Bordeaux. Nordic Photos / AFP
Marouane Chamakh hefur nú verið orðaður við Liverpool en hann hefur verið eftirsóttu af liðum í ensku úrvalsdeildinni á undanförnum mánuðum.

Chamakh hefur slegið í gegn með Bordeaux í Frakklandi og þykir útilokað að hann fari frá liðinu nú í janúarmánuði þar sem liðið er á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar og komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.

Samningur hans rennur út næsta sumar og hefur hann verið sterklega orðaður við Arsenal á undanförnum mánuðum.

Fulltrúar Chamakh eru sagðir hafa átt fund með forráðamönnum Liverpool í gær um samkomulag um að Chamakh gangi til liðs við Liverpool nú í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×