Enski boltinn

Tapið fyrir Barcelona mun hvetja menn áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Giggs, leikmaður Manchester United.
Ryan Giggs, leikmaður Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, segir að tap liðsins fyrir Barcelona í úrslitum Meistaradeildarinnar muni hvetja menn áfram í titlbaráttum næstu leiktíðar.

Barcelona vann í úrslitaleiknum, 2-0, þar sem United var þó nokkuð frá sínu besta.

„Það urðu allir fyrir miklum vonbrigðum enda vill enginn tapa úrslitaleik. En við ætlum okkur að fara aftur í úrslitaleikinn á næsta ári," sagði Giggs í samtali við breska fjölmiðla.

„Við verðum að halda áfram að bæta okkar leik. Það er það sem frábær lið gera og frábærir leikmenn líka. Við hlökkum til næstu áskoranna okkar."

„Við ætlum okkur að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þriðja árið í röð en engu liði hefur tekist að gera það."

„Það má þó ekki gleyma að þetta hefur verið frábært tímabil þar sem okkur tókst að vinna marga frábæra sigra."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×