Fótbolti

Scott Brown leikmaður ársins í Skotlandi

Scott Brown
Scott Brown Nordic Photos/Getty Images

Skoski landsliðsmaðurinn Scott Brown hjá Glasgow Celtic var í dag útnefndur leikmaður ársins í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Miðjumaðurinn knái hefur verið allt í öllu hjá Celtic í vetur en liðið hefur eins stigs forskot á granna sína í Rangers í toppbaráttunni.

Gordon Strachan þjálfari Celtic var kjörinn þjálfari ársins og er það í annað sinn sem hann er útnefndur síðan hann tók við liðinu.

James McCarthy hjá Hamilton var kjörinn besti ungi leikmaðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×