Fótbolti

Capello: Geri engar tilraunir með liðið að svo stöddu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Fabio Capello.
Fabio Capello. Nordic photos/Getty images

Landsliðsþjálfarinn Fabio Capello lýsti því yfir á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Andorra í undankeppni HM 2010 í dag að hann ætlaði sér ekki að gera of margar breytingar á byrjunarliði sínu. Nægur tími muni gefast til þess að prufa hina og þessa leikmenn þegar England er búið að tryggja sér farseðilinn endanlega til Suður-Afríku.

„Eins og staðan er núna þá er mikilvægast að vinna leikinn. Ég geri engar tilraunir fyrr en við erum búnir að tryggja okkur á lokakeppnina," segir Capello var um sig en Englendingar eru búnir að vinna alla sex leiki sína í undanriðlunum og Andorra er númer 196 á heimslista FIFA.

Capello neyðist þó til þess að gera alla vega eina breytingu á byrjunarliðinu sem mætti Kasakstan um síðustu helgi en Gareth Barry er í leikbanni. Landsliðsþjálfarinn gaf sterka vísbendingu um að David Beckham yrði kallaður inn í stað Barry.

„Ég sá nokkra leiki hjá Beckham með AC Milan þar sem hann spilaði inni á miðjunni og einnig þegar hann var hjá Real Madrid. Mér líkaði það sem ég sá og þetta verður ekkert vandamál," segir Capello.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×