Fótbolti

Byrjunarliðið klárt gegn Makedóníu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson.
Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson.

Það styttist í leik Makedóníu og Íslands í undankeppni HM 2010 sem hefst kl. 15:45 í Skopje en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun fyrir leikinn þar kl. 15.10.

Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að íslenska liðið ætli sér þrjú stig í leiknum og ekkert annað.

Mikið er um meiðsli og leikbönn hjá íslenska liðinu en hópurinn fyrir leikinn er eftirfarandi:



Byrjunarliðið (4-5-1):

Markvörður: Gunnleifur Gunnleifsson

Hægri bakvörður: Grétar Rafn Steinsson, fyrirliði

Vinstri bakvörður: Bjarni Ólafur Eiríksson

Miðverðir: Kristján Örn Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen

Tengiliðir: Stefán Gíslason, Brynjar Björn Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson

Hægri kantur: Pálmi Rafn Pálmason

Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson

Framherji: Arnór Smárason












Fleiri fréttir

Sjá meira


×