Fótbolti

Pandev: Íslendingar skulda okkur þrjú stig

Ómar Þorgeirsson skrifar
Goran Pandev í leik gegn Englandi.
Goran Pandev í leik gegn Englandi. Nordic photos/Getty images

Makedónar eru bjartsýnir fyrir leikinn gegn Íslendingum í undankeppni HM 2010 á Filip II leikvanginum í Skopje í dag.

Þeir vilja hefnd fyrir 1-0 tapið í Reykjavík í fyrri leik liðanna og stjörnuleikmaður þeirra Goran Pandev er sannfærður um að liðið fái þrjú stig út úr leiknum.

„Þetta verður erfiður leikur þar sem íslenska liðið er skipulagt og gefur ekki mörg færi á sér. Við verðum hins vegar að fá þrjú stig út úr leiknum og í raun skulda þeir okkur þrjú stig eftir fyrri leikinn í Reykjavík þar sem við áttum að vinna. Við fengum mikið af færum en náðum ekki að skora og við söknum þessarra stiga þegar við lítum á stigatöflu riðilsins. Ég er sannfærður um að þegar við mætum Skotlandi og Noregi í september þá verðum við með þremur stigum meira," sagði Pandev á blaðamannafundi í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×