Enski boltinn

West Ham að vinna í því að fá Luca Toni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luca Toni hefur mátt dúsa á bekknum hjá Bayern.
Luca Toni hefur mátt dúsa á bekknum hjá Bayern. Mynd/AFP
Enska úrvalsdeildarliðið West Ham hefur hafið viðræður við þýska liðið Bayern Munchen um að fá Luca Toni til Upton Park þegar félagsskiptaglugginn opnar í næsta mánuðina. Luca Toni fær engin tækifæri hjá Louis van Gaal og vill fara frá liðinu.

West Ham liggur á að finna framherja þar sem liðið missti Carlton Cole í meiðsli á dögunum og ekki er víst hvenær hann kemur til baka. Cole sem skoraði sitt sjöunda mark á tímabilinu í 5-3 sigri á Burnley verður í það minnsta frá í sex vikur.

Toni hefur verið markahæsti leikmaður Bayern Munchen síðustu tvö tímabil, með 24 mörk 2007-08 tímabilið og 14 mörk í 25 leikjum í fyrra. Hann var hinsvegar aldrei inn í myndinni hjá Louis van Gaal sem tók við Bayern í júní.

Gianfranco Zola, stjóri West Ham, er góður vinur Luca Toni sem þykir ýta undir að málið gangi í gegn en Zola reyndi einnig að fá Toni á Upton Park síðasta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×