Enski boltinn

Benitez: Mascherano er sáttur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Javier Mascherano í leik með Liverpool.
Javier Mascherano í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að Javier Mascherano sé sáttur við að vera áfram hjá Liverpool þó svo að Barcelona hafi verið að eltast við hann í sumar.

Benitez sagði að Mascherano hefði gert sér fulla grein fyrir því að hann væri ekki á leið frá Liverpool eftir að Xabi Alonso var seldur til Real Madrid. Hann hefur þótt standa sig vel á æfingum síðustu daga.

„Javier veit að hann er ekki að fara neitt," sagði Benitez í samtali við enska fjölmiðla. „Hann hefur sætt sig við að framtíð hans er hér og að hann muni gegna lykilhlutiverki í liðinu enn á ný."

„Mascherano er algerlega einbeittur að verkefninu sem er framundan. Þetta var erfitt hjá honum í sumar en á síðustu tíu dögum hefur hann bætt sig mikið og er farinn að líkjast sér á ný."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×