Fótbolti

Sex marka sigur Spánverja á Aserum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Villa fagnar einu marka sinna í kvöld.
David Villa fagnar einu marka sinna í kvöld. Nordic Photos / AFP

Evrópumeistarar Spánar unnu í kvöld 6-0 sigur á Aserbaídsjan í vináttulandsleik þjóðanna sem fór fram í Baku í kvöld.

David Villa fór mikinn í fyrri hálfleik og kom Spánverjum í 3-0 en þriðja markið skoraði hann úr vítaspyrnu á lokamínútu hálfleiksins.

Þeir Albert Riera, Daniel Güiza og Fernando Torres skoruðu svo hin þrjú mörk Spánverja í leiknum í síðari hálfleik.

Spánverjar undirbúa sig nú að kappi fyrir Álfukeppnina sem hefst í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×