Enski boltinn

Ferguson: Heimska að útiloka City í titilbaráttunni

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United viðurkennir að ógáfulegt sé að útiloka nágrannana í Manchester City út úr titilbaráttunni á nýhafinni leiktíð í Englandi en kveðst þó alls ekkert smeykur.

„Öll af stóru fjórum félögunum eru að fylgjast náið með uppbyggingunni hjá City og það væri í raun heimskulegt að útiloka að félagið geti blandað sér í titilbaráttuna á þessarri leiktíð. Við erum vissulega að horfa yfir öxlina á okkur en það er ekki í neinni hræðslu.

Við eins og aðrir erum spenntir að sjá hvernig til tekst hjá Mark Hughes að láta þetta smella eftir eyðsluna í sumar," segir Ferguson.

„Það sem er að gerast hjá City er alls ekki ósvipað og gerðist hjá Chelsea þegar félagið fékk innspýtingu fjármagns frá Rússlandi og vann titilinn tvö ár í röð," segir Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×