Parið var í hefndarleiðangri - stúlkunni sleppt 16. nóvember 2009 18:36 Mynd/Anton Brink Karl sem gekk berserksgang með haglabyssu í Breiðholti um helgina var úrskurðaður í gæsluvarðhald síðdegis. Vinkonu hans var vikið úr starfi, og vildi hann hefna sín á fyrrverandi vinnuveitanda hennar. Sá vopnaði réðst umsvifalaust á húsráðandann og sló hann í andlitið með skafti haglabyssunnar þannig að fossblæddi. Húsráðandinn náði hins vegar með herkjum að loka hurðinni á árásarmanninn, sem brást við með því að hleypa af haglabyssunni, einum fimm skotum, sem höfnuðu í hurðinni og rúðu þar við hliðina á. Mikil mildi þykir að húsráðandinn hafi sloppið ómeiddur. Svo virðist sem byssumaðurinn hafi beinlínis ætlað að skjóta upp hurðina því öllum skotunum var beint að lásnum. Lítil sem engin ummerki eru annarstaðar á hurðinni. Hann hafði hins vegar ekki erindi sem erfiði hafði sig á bak og burt eftir þetta. Byssumaðurinn gekk laus í heilan sólarhring eftir árásinni en hann var svo handtekinn nú í morgun, ásamt kærustu sinni. Stúlku sem fædd er árið 1991. Stúlkan og húsráðandinn tengjast. Þar til nýlega vann hún í bakarí þar sem húsráðandinn er yfirmaður. Hann sagði henni upp störfum fyrir skömmu, vegna gruns um að hún hefði stolið peningum í vinnunni. Hún var augljóslega ekki sátt við þau málalok eins og árás kærasta hennar um helgina ber vitni um. Skötuhjúin voru yfirheyrð í dag og að því loknu var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku. Stúlkunni var sleppt en héraðsdómari féllst ekki á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir henni. Tengdar fréttir Par til yfirheyrslu vegna skotárásar Rannsóknarlögreglumenn eru með ungt par til yfirheyrslu vegna skotárásarinnar í Þverárseli aðfararnótt sunnudagsins. Að sögn Friðriks Smára er parið íslenskt og er karlmaðurinn á þrítugsaldri. 16. nóvember 2009 10:12 Parið væntanlega vistað í fangaklefum á Hverfisgötu Ekki er pláss fyrir unga parið sem grunað erum að hafa skotið á hús í Seljahverfi um helgina í íslenskum fangelsum. Krafist var gæsluvarðhalds yfir fólkinu í dag og verði héraðsdómur við beiðni lögreglu verður fólkið að öllum líkindum vistað í fangaklefum lögreglunnar á Hverfisgötu, að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra. 16. nóvember 2009 17:56 Gæsluvarðhalds krafist yfir Þverárselsparinu Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir unga parinu sem grunað er um að hafa skotið á hús við Þverársel í Seljahverfi aðfararnótt sunnudagsins. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var krafan tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan fjögur í dag. Friðrik Smári sagðist gera ráð fyrir að farið yrði fram á vikulangt varðhald. 16. nóvember 2009 16:15 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Karl sem gekk berserksgang með haglabyssu í Breiðholti um helgina var úrskurðaður í gæsluvarðhald síðdegis. Vinkonu hans var vikið úr starfi, og vildi hann hefna sín á fyrrverandi vinnuveitanda hennar. Sá vopnaði réðst umsvifalaust á húsráðandann og sló hann í andlitið með skafti haglabyssunnar þannig að fossblæddi. Húsráðandinn náði hins vegar með herkjum að loka hurðinni á árásarmanninn, sem brást við með því að hleypa af haglabyssunni, einum fimm skotum, sem höfnuðu í hurðinni og rúðu þar við hliðina á. Mikil mildi þykir að húsráðandinn hafi sloppið ómeiddur. Svo virðist sem byssumaðurinn hafi beinlínis ætlað að skjóta upp hurðina því öllum skotunum var beint að lásnum. Lítil sem engin ummerki eru annarstaðar á hurðinni. Hann hafði hins vegar ekki erindi sem erfiði hafði sig á bak og burt eftir þetta. Byssumaðurinn gekk laus í heilan sólarhring eftir árásinni en hann var svo handtekinn nú í morgun, ásamt kærustu sinni. Stúlku sem fædd er árið 1991. Stúlkan og húsráðandinn tengjast. Þar til nýlega vann hún í bakarí þar sem húsráðandinn er yfirmaður. Hann sagði henni upp störfum fyrir skömmu, vegna gruns um að hún hefði stolið peningum í vinnunni. Hún var augljóslega ekki sátt við þau málalok eins og árás kærasta hennar um helgina ber vitni um. Skötuhjúin voru yfirheyrð í dag og að því loknu var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku. Stúlkunni var sleppt en héraðsdómari féllst ekki á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir henni.
Tengdar fréttir Par til yfirheyrslu vegna skotárásar Rannsóknarlögreglumenn eru með ungt par til yfirheyrslu vegna skotárásarinnar í Þverárseli aðfararnótt sunnudagsins. Að sögn Friðriks Smára er parið íslenskt og er karlmaðurinn á þrítugsaldri. 16. nóvember 2009 10:12 Parið væntanlega vistað í fangaklefum á Hverfisgötu Ekki er pláss fyrir unga parið sem grunað erum að hafa skotið á hús í Seljahverfi um helgina í íslenskum fangelsum. Krafist var gæsluvarðhalds yfir fólkinu í dag og verði héraðsdómur við beiðni lögreglu verður fólkið að öllum líkindum vistað í fangaklefum lögreglunnar á Hverfisgötu, að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra. 16. nóvember 2009 17:56 Gæsluvarðhalds krafist yfir Þverárselsparinu Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir unga parinu sem grunað er um að hafa skotið á hús við Þverársel í Seljahverfi aðfararnótt sunnudagsins. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var krafan tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan fjögur í dag. Friðrik Smári sagðist gera ráð fyrir að farið yrði fram á vikulangt varðhald. 16. nóvember 2009 16:15 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Par til yfirheyrslu vegna skotárásar Rannsóknarlögreglumenn eru með ungt par til yfirheyrslu vegna skotárásarinnar í Þverárseli aðfararnótt sunnudagsins. Að sögn Friðriks Smára er parið íslenskt og er karlmaðurinn á þrítugsaldri. 16. nóvember 2009 10:12
Parið væntanlega vistað í fangaklefum á Hverfisgötu Ekki er pláss fyrir unga parið sem grunað erum að hafa skotið á hús í Seljahverfi um helgina í íslenskum fangelsum. Krafist var gæsluvarðhalds yfir fólkinu í dag og verði héraðsdómur við beiðni lögreglu verður fólkið að öllum líkindum vistað í fangaklefum lögreglunnar á Hverfisgötu, að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra. 16. nóvember 2009 17:56
Gæsluvarðhalds krafist yfir Þverárselsparinu Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir unga parinu sem grunað er um að hafa skotið á hús við Þverársel í Seljahverfi aðfararnótt sunnudagsins. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var krafan tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan fjögur í dag. Friðrik Smári sagðist gera ráð fyrir að farið yrði fram á vikulangt varðhald. 16. nóvember 2009 16:15