Parið var í hefndarleiðangri - stúlkunni sleppt 16. nóvember 2009 18:36 Mynd/Anton Brink Karl sem gekk berserksgang með haglabyssu í Breiðholti um helgina var úrskurðaður í gæsluvarðhald síðdegis. Vinkonu hans var vikið úr starfi, og vildi hann hefna sín á fyrrverandi vinnuveitanda hennar. Sá vopnaði réðst umsvifalaust á húsráðandann og sló hann í andlitið með skafti haglabyssunnar þannig að fossblæddi. Húsráðandinn náði hins vegar með herkjum að loka hurðinni á árásarmanninn, sem brást við með því að hleypa af haglabyssunni, einum fimm skotum, sem höfnuðu í hurðinni og rúðu þar við hliðina á. Mikil mildi þykir að húsráðandinn hafi sloppið ómeiddur. Svo virðist sem byssumaðurinn hafi beinlínis ætlað að skjóta upp hurðina því öllum skotunum var beint að lásnum. Lítil sem engin ummerki eru annarstaðar á hurðinni. Hann hafði hins vegar ekki erindi sem erfiði hafði sig á bak og burt eftir þetta. Byssumaðurinn gekk laus í heilan sólarhring eftir árásinni en hann var svo handtekinn nú í morgun, ásamt kærustu sinni. Stúlku sem fædd er árið 1991. Stúlkan og húsráðandinn tengjast. Þar til nýlega vann hún í bakarí þar sem húsráðandinn er yfirmaður. Hann sagði henni upp störfum fyrir skömmu, vegna gruns um að hún hefði stolið peningum í vinnunni. Hún var augljóslega ekki sátt við þau málalok eins og árás kærasta hennar um helgina ber vitni um. Skötuhjúin voru yfirheyrð í dag og að því loknu var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku. Stúlkunni var sleppt en héraðsdómari féllst ekki á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir henni. Tengdar fréttir Par til yfirheyrslu vegna skotárásar Rannsóknarlögreglumenn eru með ungt par til yfirheyrslu vegna skotárásarinnar í Þverárseli aðfararnótt sunnudagsins. Að sögn Friðriks Smára er parið íslenskt og er karlmaðurinn á þrítugsaldri. 16. nóvember 2009 10:12 Parið væntanlega vistað í fangaklefum á Hverfisgötu Ekki er pláss fyrir unga parið sem grunað erum að hafa skotið á hús í Seljahverfi um helgina í íslenskum fangelsum. Krafist var gæsluvarðhalds yfir fólkinu í dag og verði héraðsdómur við beiðni lögreglu verður fólkið að öllum líkindum vistað í fangaklefum lögreglunnar á Hverfisgötu, að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra. 16. nóvember 2009 17:56 Gæsluvarðhalds krafist yfir Þverárselsparinu Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir unga parinu sem grunað er um að hafa skotið á hús við Þverársel í Seljahverfi aðfararnótt sunnudagsins. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var krafan tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan fjögur í dag. Friðrik Smári sagðist gera ráð fyrir að farið yrði fram á vikulangt varðhald. 16. nóvember 2009 16:15 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Karl sem gekk berserksgang með haglabyssu í Breiðholti um helgina var úrskurðaður í gæsluvarðhald síðdegis. Vinkonu hans var vikið úr starfi, og vildi hann hefna sín á fyrrverandi vinnuveitanda hennar. Sá vopnaði réðst umsvifalaust á húsráðandann og sló hann í andlitið með skafti haglabyssunnar þannig að fossblæddi. Húsráðandinn náði hins vegar með herkjum að loka hurðinni á árásarmanninn, sem brást við með því að hleypa af haglabyssunni, einum fimm skotum, sem höfnuðu í hurðinni og rúðu þar við hliðina á. Mikil mildi þykir að húsráðandinn hafi sloppið ómeiddur. Svo virðist sem byssumaðurinn hafi beinlínis ætlað að skjóta upp hurðina því öllum skotunum var beint að lásnum. Lítil sem engin ummerki eru annarstaðar á hurðinni. Hann hafði hins vegar ekki erindi sem erfiði hafði sig á bak og burt eftir þetta. Byssumaðurinn gekk laus í heilan sólarhring eftir árásinni en hann var svo handtekinn nú í morgun, ásamt kærustu sinni. Stúlku sem fædd er árið 1991. Stúlkan og húsráðandinn tengjast. Þar til nýlega vann hún í bakarí þar sem húsráðandinn er yfirmaður. Hann sagði henni upp störfum fyrir skömmu, vegna gruns um að hún hefði stolið peningum í vinnunni. Hún var augljóslega ekki sátt við þau málalok eins og árás kærasta hennar um helgina ber vitni um. Skötuhjúin voru yfirheyrð í dag og að því loknu var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku. Stúlkunni var sleppt en héraðsdómari féllst ekki á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir henni.
Tengdar fréttir Par til yfirheyrslu vegna skotárásar Rannsóknarlögreglumenn eru með ungt par til yfirheyrslu vegna skotárásarinnar í Þverárseli aðfararnótt sunnudagsins. Að sögn Friðriks Smára er parið íslenskt og er karlmaðurinn á þrítugsaldri. 16. nóvember 2009 10:12 Parið væntanlega vistað í fangaklefum á Hverfisgötu Ekki er pláss fyrir unga parið sem grunað erum að hafa skotið á hús í Seljahverfi um helgina í íslenskum fangelsum. Krafist var gæsluvarðhalds yfir fólkinu í dag og verði héraðsdómur við beiðni lögreglu verður fólkið að öllum líkindum vistað í fangaklefum lögreglunnar á Hverfisgötu, að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra. 16. nóvember 2009 17:56 Gæsluvarðhalds krafist yfir Þverárselsparinu Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir unga parinu sem grunað er um að hafa skotið á hús við Þverársel í Seljahverfi aðfararnótt sunnudagsins. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var krafan tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan fjögur í dag. Friðrik Smári sagðist gera ráð fyrir að farið yrði fram á vikulangt varðhald. 16. nóvember 2009 16:15 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Par til yfirheyrslu vegna skotárásar Rannsóknarlögreglumenn eru með ungt par til yfirheyrslu vegna skotárásarinnar í Þverárseli aðfararnótt sunnudagsins. Að sögn Friðriks Smára er parið íslenskt og er karlmaðurinn á þrítugsaldri. 16. nóvember 2009 10:12
Parið væntanlega vistað í fangaklefum á Hverfisgötu Ekki er pláss fyrir unga parið sem grunað erum að hafa skotið á hús í Seljahverfi um helgina í íslenskum fangelsum. Krafist var gæsluvarðhalds yfir fólkinu í dag og verði héraðsdómur við beiðni lögreglu verður fólkið að öllum líkindum vistað í fangaklefum lögreglunnar á Hverfisgötu, að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra. 16. nóvember 2009 17:56
Gæsluvarðhalds krafist yfir Þverárselsparinu Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir unga parinu sem grunað er um að hafa skotið á hús við Þverársel í Seljahverfi aðfararnótt sunnudagsins. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var krafan tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan fjögur í dag. Friðrik Smári sagðist gera ráð fyrir að farið yrði fram á vikulangt varðhald. 16. nóvember 2009 16:15