Enski boltinn

Chelsea fór illa með Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Didier Drogba fagnar öðru marka sinna í dag.
Didier Drogba fagnar öðru marka sinna í dag. Nordic Photos / AFP

Chelsea vann í dag 3-0 útisigur á Arsenal í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Didier Drogba skoraði tvívegis fyrir Chelsea en Thomas Vermaelen varð einnig fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum.

Eftir sigur Chelsea er ellefu stiga munur á stöðu liðanna í deildinni en Chelsea er á toppnum með 36 stig, fimm stigum á undan Manchester United sem er í öðru sæti.

Drogba skoraði fyrra mark sitt og fyrsta mark Chelsea með skoti eftir fyrirgjöf Ashley Cole.

Cole átti svo aðra fyrirgjöf stuttu síðar er Vermaelen stýrði í eigið net.

Þriðja markið skoraði Drogba beint úr aukaspyrnu seint í leiknum. Hin mörkin tvö komu í lok fyrri hálfleiks.

Chelsea hefur nú unnið Manchester United, Arsenal og Liverpool í deildinni í haust og er í góðri stöðu á toppi deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×