Enski boltinn

Allar líkur á því að Mark Viduka komi til Portsmouth

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Viduka lék síðast með Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.
Mark Viduka lék síðast með Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Mynd/AFP

Paul Hart, stjóri Portsmouth, segir að ástralski framherjinn Mark Viduka muni koma til liðsins áður en enska úrvalsdeildin hefst um næstu helgi. Viduka er eins og er í frí með fjölskyldunni en Hart segir að hann sé búinn að ná samkomulagi við hinn 33 ára gamla framherja.

„Við gerðum honum gott tilboð sem hann hefur samþykkt. Hann er enn í fríi og ég veit ekki í hvernig formi hann er en við getum þó ekki beðið fram í nóvember eftir að hann komst í sitt besta form," sagði Hart sem er að vonast eftir því að fá fleiri leikmenn til liðsins.

Viduka gerði frægan í ensku úrvalsdeildinni með Leeds og Middlesbrough en hann lék síðast með Newcastle United. Viduka hefur alls skorað 92 mörk í 240 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Viduka er ætlað að leysa af Peter Crouch sem Portsmouth seldi til Tottenham í síðustu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×