Fótbolti

Monaco tapaði á heimavelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Nordic Photos / AFP

AS Monaco tapaði í dag fyrir St.-Etienne, 2-1, á heimavelli í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Monaco en var tekinn af velli á 63. mínútu í stöðunni 1-1. Sigurmark leiksins skoraði Gonzalo Bergessio á 89. mínútu leiksins. Sebastien Puygrenier skoraði sigurmark Monaco.

Veigar Páll Gunnarsson á við meiðsli að stríða og var því ekki í leikmannahópi Nancy sem vann 2-1 sigur á Souchaux í dag.

Monaco er í sjöunda sæti deildarinnar með tólf stig eftir sjö leiki. Nancy er í níunda sætinu með tíu stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×