Enski boltinn

Sama slúðrið um Eið Smára

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nordic Photos/AFP

Eiður Smári Guðjohnsen er sem fyrr talsvert fyrirferðamikill í fréttum enskra fjölmiðla í dag en flest eru þau sammála um að hann sé aftur á leið til Englands.

Sömu félögin eru nefnd og áður en það eru West Ham, Aston Villa, Everton og Fulham.

Einhverjir fjölmiðlar telja líklegast að hann fari til West Ham og svo er rætt að von sé á tilboði frá Aston Villa.

Sjálfur hefur Eiður verið í fríi síðan hann varð fyrir þeirri óheppni að meiðast undir lok landsleiksins við Holland sem gerði það að verkum að hann gat ekki spilað með landsliðinu í Makedóníu.

Sem fyrr er talið að Eiður Smári muni kosta 4 milljónir punda sem enskir fjölmiðlar segja vera gjafaverð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×