Enski boltinn

Shawcross orðaður við United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Shawcross í leik með Stoke.
Ryan Shawcross í leik með Stoke. Nordic Photos / Getty Images
Ryan Shawcross, leikmaður Stoke City, hefur verið orðaður við sitt gamla félag, Manchester United, í enskum fjölmiðlum í dag.

Alex Ferguson, stjóri United, mun hafa fylgst með Shawcross í 2-0 sigri Stoke á Burnley í gær. Shawcross skoraði annað marka Stoke í leiknum í gær.

Shawcross var á mála hjá United frá 2006 til 2008 og var fyrst um sinn lánaður til Stoke haustið 2007. Hann var svo keyptur til félagsins frá United í janúar í fyrra.

Hann hefur þótt standa sig vel hjá Stoke og hefur einnig verið orðaður við Liverpool og Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×