Innlent

Rauðgræn Ríkisstjórn líklegust

Helgi Seljan fréttamaður ræðir við Steingrím að loknum fundi með forseta.
Helgi Seljan fréttamaður ræðir við Steingrím að loknum fundi með forseta.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna segir að langlíklegasta ríkisstjórnarmynstrið sé rauðgrænt bandalag VG og Samfylkingar, með stuðningi Framsóknarflokksins, ef þjóðstjórnarfyrirkomulagið sé að þokast út af borðinu. Þetta sagði hann við fréttamenn að loknum fundi hans og Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands. Hann sagði fundinn hafa verið ágætan, og að þeir Ólafur hafi skipst á skoðunum um það hver næstu skref yrðu. Boltinn væri nú hjá forsetanum.

Steingrímur sagði þó að engar formlegar viðræður hafi farið fram um myndun minnihlutastjórnar. Aðalatriði málsins væri hinsvegar það að mynda starfhæfa ríkisstjórn sem allra fyrst. Aðspurður hvort VG og Samfylking hefði náð einhverskonar sátt í Evrópumálunum ítrekaði hann að ekkert væri ákveðið á milli flokkanna. Hann sagði þó að það væri vitað að „ákveðnir menn" hafi stungið saman nefjum í síðustu viku.

Þar átti hann væntanlega við Ögmund Jónasson sem hefur staðfest að hann hafi rætt óformlega við forystumenn Samfylkingarinnar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.