Enski boltinn

Tevez: Koma Berbatov eyðilagði allt fyrir mér

Ómar Þorgeirsson skrifar
Carlos Tevez.
Carlos Tevez. Nordic photos/Getty images

Framtíð Argentínumannsins Carlos Tevez er enn óráðin en þegar hefur verið staðfest að hann muni ekki spila áfram fyrir Englandsmeistara Manchester United.

Tevez segir sjálfur að koma Dimitar Berbatov á Old Trafford hafi í raun fullvissað hann um að framtíð hans lægi annars staðar.

„Ég veit ekki hvar ég mun spila en veit að það verður ekki með Manchester United. Mér fannst ég missa allt traust þegar þeir ákváðu að fá Berbatov og koma hans eyðilagði allt fyrir mér. Mér fannst ég vera rétti maðurinn í verkið sem þeir keyptu hann til þess að leysa. Ferguson sagði mér að örvænta ekki en síðan var ég alltof oft á varamannabekknum miðað við hvað ég lagði á mig fyrir United," er haft eftir Tevez á fréttamiðlinum TyC Sports.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×