Enski boltinn

Mun Manchester nota Macheda sem beitu?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Federico Macheda.
Federico Macheda. Nordic Photos/Getty Images

Fréttir berast af því frá Ítalíu í dag að Man. Utd ætli sér að nota framherjann Federico Macheda sem beitu til þess að lokka Kenýumanninn McDonald Mariga frá Parma.

Mariga er 22 ára miðjumaður og vakti athygli fyrir leik sinn í undankeppni HM. Fleiri félög hafa augastað á miðjumanninum og nægir þar að nefna Mílanó-liðin bæði sem og Fiorentina.

Forseti Parma er ekki á því að sleppa Mariga og segir að hann muni spila að minnsta kosti eitt tímabil í viðbót með félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×