Enski boltinn

Fabregas: Það vilja allir spila með Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas. Nordic Photos/Getty Images

Spánverjinn Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, segir að alla leikmenn heims dreymi um að spila fyrir Barcelona. Það sé fótboltinn sem liðið spilar sem heilli leikmenn.

„Hvaða leikmaður væri ekki til í að leika fyrir Barcelona þessa stundina? Þetta er líklega besta fótboltalið sem ég hef séð frá upphaf og ég á marga góða vini hjá félaginu sem segja ekkert nema gott um félagið," saðgi Fabregas sem hefur verið margoft orðaður við liðið.

„Maður verður hálföfundsjúkur yfir fótboltanum sem þeir spila. Það er draumur allra að fá að spila í svona liði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×