Enski boltinn

Brown: Á von á því að vera enn stjóri Hull á nýju ári

Ómar Þorgeirsson skrifar
Phil Brown.
Phil Brown. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Phil Brown hjá Hull hefur ekki átt sjö dagana sæla í starfi sínu og að margra mati er aðeins tímaspursmál hvenær hann verði rekinn.

Hull er sem stendur í fallsæti og því hefur slakt gengi liðsins á lokakafla síðasta tímabils fylgt félaginu inn í nýtt tímabil og því ekki óeðlilegt að menn séu farnir að hafa áhyggjur.

Brown viðurkenndi í leiklok í dag eftir 2-0 tap gegn Burnley að staðan væri góð en kvaðst engu að síður fullviss um að hann myndi ekki verða rekinn.

„Mér dettur ekki hug að benda á neinn annan en sjálfan mig þegar ég leita að skýringum fyrir slöku gengi liðsins. Þetta er mitt vandamál og ég er að gera allt sem ég get til þess að finna lausn á því.

Þetta er vissulega ekki góð staða en ég get alla vega þakkað fyrir það að leikmennirnir eru að leggja sig fram, ef þeir myndu ekki gera það þá værum við í enn verri málum. Við þurfum bara að berjast áfram og fylgir heppnin á endanum með.

Ég á alla vega von á því að vera enn knattspyrnustjóri Hull í ensku úrvalsdeildinni á nýju ári," segir Brown sem mun funda með Adam Pearson nýjum stjórnarformanni Hull strax á mánudag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×