Enski boltinn

Nani útilokar ekki að spila á miðvikudaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nani fagnar marki sínu í leik United gegn Chelsea í gær.
Nani fagnar marki sínu í leik United gegn Chelsea í gær. Nordic Photos / Getty Images

Portúgalinn Nani er vongóður um að hann geti spilað með landsliði sínu sem mætir Liechtenstein í æfingaleik á miðvikudaginn þó svo að hann hafi farið úr axlarlið í leik með Manchester United í gær.

Eftir leikinn sagði Alex Ferguson, stjóri United, útlitið ekki gott og að hann gæti verið frá í nokkrar vikur. En Nani var bjartsýnni í viðtali við fjölmiðla í dag.

„Ég held að ég geti jafnað mig í tæka tíð," sagði Nani. „Við þurfum að bíða og sjá til. Þetta er nokkuð sársaukafullt og þarfnast meðferðar. En meiðslin eru ekki alvarleg og ég á von á því að skána á allra næstu dögum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×