Enski boltinn

Ballack viðurkennir að hafa hindrað Evra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Í leiknum í gær.
Í leiknum í gær. Nordic Photos / AFP

Michael Ballack viðurkennir að hann hafi hindrað Patrice Evra skömmu áður en Chelsea komst í 2-1 gegn Manchester United í leiknum um Samfélagsskjöldinn í gær.

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gagnrýndi Chris Foy dómara mjög eftir leikinn fyrir að stöðva ekki leikinn þegar að Evra féll. En leiknum var haldið áfram og Chelsea skoraði í kjölfarið.

Leiknum lauk svo með 2-2 jafntefli en Chelsea bar sigur úr býtum í vítaspyrnukeppni.

„Ég verð að vera ánægður með að dómarinn flautaði ekki því kannski hindraði ég hann örlítið," sagði Ballack í samtali við enska fjölmiðla. „Það hefði verið í lagi ef dómarinn hefði dæmt aukaspyrnu en hann gerði það ekki. Sjálfur var ég ekki með boltann og hélt því áfram að spila. Ég sá ekki hversu mikið meiddur hann var."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×