Enski boltinn

Pavlyuchenko orðaður við Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pavlyuchenko sló í gegn á EM 2008 en hefur átt erfitt uppdráttar síðan þá.
Pavlyuchenko sló í gegn á EM 2008 en hefur átt erfitt uppdráttar síðan þá. Nordic Photos / AFP

Enska dagblaðið Daily Mirror heldur því fram í dag að Rafa Benitez, stjóri Liverpool, vilji fá Roman Pavlyuchenko til félagsins þegar félgaskiptaglugginn opnar um áramótin næstu.

Pavlyuchenko er sagður vera óánægður í herbúðum Tottenham og hafa enskir fjölmiðlar fullyrt að hann muni fara fram á að hann verði seldur frá félaginu við fyrsta tækifæri.

Fernando Torres, sóknarmaður Liverpool, hefur átt við erfið meiðsli að stríða og David N'Gog hefur ekki þótt standa undir væntingum þegar hann hefur fengið tækifærið hjá Benitez.

Liverpool er einnig orðað við Rafael van der Vaart í sömu frétt og þá hefur Benitez einnig verið sagður áhugasamur um að fá Carlton Cole, leikmann West Ham.

Fram kemur í The Sun í dag West Ham muni fara fram á 20 milljónir punda fyrir Cole sem skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið fyrir ári síðan.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.