Enski boltinn

Arbeloa óviss með framtíð sína hjá Liverpool

Ómar Þorgeirsson skrifar
Alvaro Arbeloa.
Alvaro Arbeloa. Nordic photos/Getty images

Spánverjinn Alvaro Arbeloa viðurkennir í samtali við spænska blaðið Marca að hann sé ekki viss um hvort að hann muni spila áfram með Liverpool á næstu leiktíð en félagið keypti sem kunnugt er hægri bakvörðinn Glen Johnson í gær á 18 milljónir punda.

Arbeloa hefur sterklega verið orðaður við endurkomu til Real Madrid en hann lék með unglingaliði félagsins og einnig leiki að baki með aðalliði og b-liði félagins.

„Ég er mjög ánægður með að vera orðaður við Real Madrid. Ég ber mikla virðingu fyrir félaginu og því sem Florentino Perez er að gera. Ég væri að ljúga ef ég segði að ég væri viss um að vera áfram hjá Liverpool á næstu leiktíð," segir Arbeloa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×