Enski boltinn

Moyes knattspyrnustjóri ársins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Moyes, stjóri Everton.
David Moyes, stjóri Everton. Nordic Photos / Getty Images

David Moyes hefur verið kjörinn knattspyrnustjóri ársins af samtökum knattspyrnustjóra í Englandi. Þetta er í þriðja sinn sem hann hlýtur útnefninguna.

Undir stjórn Moyes varð Everton í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og leikur gegn Chelsea í úrslitum bikarkeppninnar um næstu helgi. Hann vann áður þessi verðlaun árin 2003 og 2005.

Alex Ferguson, stjóri United, hlaut sérstök heiðursverðlaun fyrir árangurinn sem hann hefur náð á leiktíðinni. Þá var sonur hans, Darren, kjörinn besti stjórinn í ensku C-deildinni. Hann stýrði Peterborough sem varð í öðru sæti deildarinnar.

Mick McCarthy, stjóri Wolves, var kjörinn bestur í ensku B-deildinni og Andy Scott hjá Brentford í D-deildinni. Bæði lið urðu efst í sínum deildum.

Þótt ótrúlega megi virðast hefur David Moyes oftar hlotið þessi verðlaun en sjálfur Alex Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×