Enski boltinn

Watford bjargað frá greiðslustöðvun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar Helguson í leik með Watford.
Heiðar Helguson í leik með Watford. Nordic Photos / Getty Images
Forráðamenn Watford hafa afstýrt því að félagið fari í greiðslustöðun eftir að stærsti eigandi félagsins, Ashcroft lávarður, samþykkti að reiða fram tæpar fimm milljónir punda til að greiða gjaldfallna skuld.

Fyrr í vikunni sagði stjórnarmaðurinn Jimmy Russo af sér og fór um leið fram á að Watford myndi endurgreiða fyrirtæki hans lán sem það hafði veitt félaginu.

Russo hótaði því að þvinga félagið í greiðslustöðvun ef skuldin yrði ekki greidd. Hefði það gerst hefðu tíu stig verið dregin af liðinu í ensku B-deildinni.

Heiðar Helguson leikur með Watford en hann er í láni hjá félaginu frá QPR sem leikur í sömu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×