Hinn nítján ára Fabian Delph er á leið til Aston Villa frá Leeds. Þessi efnilegi leikmaður var eftirsóttur og var meðal annars orðaður við Manchester City og Everton.
Delph er U21 landsliðsmaður Englands og verður spennandi að sjá hvernig hann fótar sig í ensku úrvalsdeildinni. Delph leikur sem miðjumaður.