Innlent

Flugeldasala minni en í fyrra

Gleðskapur næturinnar fór fram með hefðbundnum hætti. Flugeldasala var þó töluvert minni fyrir þessi áramót en í fyrra og komu öllu fleiri verkefni inn á borð lögreglunnar en venja er.

Landsmenn fögnuðu nýju ári í blíðskaparverði. Útsýni yfir höfuðborgina var gott og nutu flugeldarnir sín vel. Samkvæmt upplýsingum frá Hjálparsveit Skáta gekk flugeldasala vel þó hún væri töluvert minni en um síðustu áramót.

Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eins og venja er en 210 mál komu inn á borð lögreglunnar, um 40 fleiri en vanalegt er.  3 flugeldaslys voru tilkynnt en engin alvarleg slys urðu á fólki. Þá voru 9 líkamsárásir tilkynntar og voru þær allar eftir stympingar í miðborginni.   Undir morgun var maður laminn í miðborginni og fluttur meðvitunarlaus á Slysadeild og tveir voru handteknir.

36 minniháttar skemmdarverk voru tilkynnt allt frá því að póstkassar voru sprengdir og upp í rúðubrot. Við Réttarholtsskóla var aðili í annarlegu ástandi handtekinn og grunaður um að hafa brotið 76 rúður í skólanum, hann fannst blóðugur á höndum með hamar í hönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×