Fótbolti

Strachan er hættur hjá Celtic

Nordic Photos/Getty Images

Gordon Strachan tilkynnti í dag að hann væri hættur þjálfun Glasgow Celtic í Skotlandi.

Strachan var í fjögur ár hjá Celtic og vann titilinn þrjú fyrstu árin, en varð að sjá á eftir þeim fjórða í hendur erkifjendanna í Rangers um helgina.

Strachan er 52 ára gamall og var áður þjálfari hjá Coventry og Southampton á Englandi.

Hann hefur þegar verið orðaður við stjórastöðuna hjá Sunderland í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×