Enski boltinn

Southgate nýtur stuðnings stjórnarformannsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough.
Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough. Nordic Photos / Getty Images

Allt útlit er fyrir að Gareth Southgate verði áfram knattspyrnustjóri Middlesbrough þó svo að liðið hafi fallið úr ensku úrvalsdeildinni undir hans stjórn.

Steve Gibson, stjórnarformaður Boro, fundaði með Southgate í gær og sagði eftir fundinn að hann ætlaði að styðja sinn mann áfram.

„Gareth sannfærði mig um að hann viti hvað þurfi til að koma félaginu aftur upp," sagði Gibson. „Ég þekki hann vel og ber virðingu fyrir hann og saman munum við koma liðinu aftur upp í úrvalsdeildina."

Southgate hefur stýrt Boro síðan í júní árið 2006 er Steve McClaren hætti til að taka við stjórn enska landsliðsins. Boro varð í þrettánda sæti deildarinnar í fyrra.

„Það er enginn blóraböggull hjá félaginu og sannarlega ekki Gareth Southgate. Hann er góður maður og klár þjálfari sem getur náð mjög langt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×