Enski boltinn

Radoslav Kovac semur við West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Radoslav Kovac í leik með tékkneska landsliðinu.
Radoslav Kovac í leik með tékkneska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Tékkneski landsliðsmaðurinn Radoslav Kovac hefur gengið til liðs við West Ham frá Spartak Moskvu í Rússlandi.

Kovac var í láni hjá West Ham síðari hluta síðastliðins tímabils og greindi Spartak frá því á heimasíðu sinni í dag að gengið hefði verið frá endanlegum félagaskiptum hans.

Kovac er 29 ára gamall og lék með Spartak í fjögur tímabil áður en hann fór til West Ham í upphafi ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×