Enski boltinn

Adebayor: Ég elska Wenger

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Tógómaðurinn Emmanuel Adebayor hefur viðurkennt að hann eigi Arsene Wenger, stjóra Arsenal, ansi mikið að þakka.

„Ég elska Arsene Wenger og mun alltaf elska Arsene. Hann gerði mig að þeim leikmanni sem ég er í dag," sagði Adebayor auðmjúkur en hann mætir sínu gamla félagi í næsta mánuði.

„Ég mun sýna honum að það sem hann kenndi mér á þrem árum er þarna enn þá," sagði Adebayor sem fékk bann fyrir að sparka framan í sinn gamla félaga, Van Persie. Fögnuður hans í leiknum féll einnig í grýttan jarðveg.

„Það sem gerðist síðast er gleymt og grafið. Ég hef beðið alla afsökunar á þessu. Það gera allir mistök og síðan reyna þeir að bæta fyrir mistökin. Þetta mun ekki gerast aftur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×