Þúsundir sjóðsfélaga eiga rétt á skaðabótum 9. október 2009 09:30 Haukur Örn Birgisson lögmaður hjá ERGO lögmönnum. Með nýuppkveðnum dómum Héraðsdóms Reykjavíkur í málum 18 sjóðsfélaga í peningamarkaðssjóði Landsbankans var fallist á sameiginlega bótaskyldu Landsbankans og Landsvaka vegna þess tjóns sem sjóðsfélagarnir urðu fyrir við slit sjóðsins. Eru þetta fyrstu dómarnir sem falla eftir bankahrunið þar sem einn af gömlu bönkunum er dæmdur bótaskyldur gagnvart viðskiptavinum sínum. Haukur Örn Birgisson lögmaður hjá ERGO lögmönnum, sem fluttu málin fyrir hönd sjóðsfélaganna, segir að dómarnir hafi áhrif á stöðu allra sjóðsfélaga í peningamarkaðssjóðnum. „Með dómunum var viðurkennd bótaskylda þeirra sjóðsfélaga sem urðu fyrir skerðingu þegar peningamarkaðssjóðnum var slitið. Bótaskyldan nær jafnt til aðila dómsmálanna og annarra sjóðfélaga sem voru í sömu sporum." Hluthafaskírteinishafar í peningamarkaðssjóði Landsbankans voru um 15 þúsund talsins og er því ljóst að bótaskylda Landsbankans og Landsvaka er umtalsverð. „Til að eiga möguleika á því að fá tjón sitt bætt í samræmi við niðurstöðu héraðsdóms verða sjóðsfélagar hins vegar að beina kröfu að Landsvaka og þrotabúi Landsbankans. Langt er liðið á kröfulýsingarfrest í þrotabú Landsbankans og verða sjóðsfélagar því að bregðast skjótt við." Haukur Örn vill hins vegar ekki fullyrða að tjónið fáist bætt. „Þótt bótaskylda hafi verið viðurkennd með dómi er útilokað að segja hvort og þá hve mikinn hluta tjóns síns sjóðsfélagar munu fá bættan. Eignastaða gamla Landsbankans og Landsvaka mun að lokum ráða því en sjóðsfélagar verða hins vegar að beina kröfum sínum að þessum aðilum til að þær komi til álita. Sjóðsfélagar ættu því að leita sér lögmannsaðstoðar til að koma kröfum sínum á framfæri," segir Haukur Örn. Á vefsíðunni www.sjodsfelagi.is má finna nánari upplýsingar um stöðu sjóðsfélaga gagnvart hinum bótaskyldu aðilum. Tengdar fréttir Fallist á varakröfu í Landsvakamálinu upp að vissu marki Héraðsdómur féllst í dag á kröfu handhafa hlutdeildarskírteina hjá Landsvaka, peningamarkaðssjóðs Landsbankans. Landsbankinn var sýknaður af aðalkröfu stefnandans en dómurinn féllst á varakröfu stefnenda, upp að vissu marki. 7. október 2009 13:03 Landsvaki ósammála niðurstöðu héraðsdóms Landsvaki lýsir sig ósammála niðurstöðu dóms sem féll í dag í máli átján einstaklinga sem stefndu Landsbankanum og Landsvaka, sem var vörsluaðili peningamarkassjóða Landsbankans. Dómurinn sýknaði stefndu af aðalkröfu en féllst að hluta til á varakröfu stefnenda og eru forsvarsmenn Landsvaka ósammála því. Í yfirlýsingu frá Landsvaka segir að samkvæmt dómnum hafi Landsvaka borið að lækka gengi sjóðsins þann 10. september 2008 vegna frétta um að líkur væru á að ábyrgð vegna XL Leisure Group myndi falla á Eimskip. 7. október 2009 16:22 Dæmt í peningamarkaðssjóðsmálum í dag Fyrstu dómarnir í máli gegn einum af gömlu bönkunum verða kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Niðurstaðan mun hafa fordæmisgildi. 7. október 2009 12:18 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Með nýuppkveðnum dómum Héraðsdóms Reykjavíkur í málum 18 sjóðsfélaga í peningamarkaðssjóði Landsbankans var fallist á sameiginlega bótaskyldu Landsbankans og Landsvaka vegna þess tjóns sem sjóðsfélagarnir urðu fyrir við slit sjóðsins. Eru þetta fyrstu dómarnir sem falla eftir bankahrunið þar sem einn af gömlu bönkunum er dæmdur bótaskyldur gagnvart viðskiptavinum sínum. Haukur Örn Birgisson lögmaður hjá ERGO lögmönnum, sem fluttu málin fyrir hönd sjóðsfélaganna, segir að dómarnir hafi áhrif á stöðu allra sjóðsfélaga í peningamarkaðssjóðnum. „Með dómunum var viðurkennd bótaskylda þeirra sjóðsfélaga sem urðu fyrir skerðingu þegar peningamarkaðssjóðnum var slitið. Bótaskyldan nær jafnt til aðila dómsmálanna og annarra sjóðfélaga sem voru í sömu sporum." Hluthafaskírteinishafar í peningamarkaðssjóði Landsbankans voru um 15 þúsund talsins og er því ljóst að bótaskylda Landsbankans og Landsvaka er umtalsverð. „Til að eiga möguleika á því að fá tjón sitt bætt í samræmi við niðurstöðu héraðsdóms verða sjóðsfélagar hins vegar að beina kröfu að Landsvaka og þrotabúi Landsbankans. Langt er liðið á kröfulýsingarfrest í þrotabú Landsbankans og verða sjóðsfélagar því að bregðast skjótt við." Haukur Örn vill hins vegar ekki fullyrða að tjónið fáist bætt. „Þótt bótaskylda hafi verið viðurkennd með dómi er útilokað að segja hvort og þá hve mikinn hluta tjóns síns sjóðsfélagar munu fá bættan. Eignastaða gamla Landsbankans og Landsvaka mun að lokum ráða því en sjóðsfélagar verða hins vegar að beina kröfum sínum að þessum aðilum til að þær komi til álita. Sjóðsfélagar ættu því að leita sér lögmannsaðstoðar til að koma kröfum sínum á framfæri," segir Haukur Örn. Á vefsíðunni www.sjodsfelagi.is má finna nánari upplýsingar um stöðu sjóðsfélaga gagnvart hinum bótaskyldu aðilum.
Tengdar fréttir Fallist á varakröfu í Landsvakamálinu upp að vissu marki Héraðsdómur féllst í dag á kröfu handhafa hlutdeildarskírteina hjá Landsvaka, peningamarkaðssjóðs Landsbankans. Landsbankinn var sýknaður af aðalkröfu stefnandans en dómurinn féllst á varakröfu stefnenda, upp að vissu marki. 7. október 2009 13:03 Landsvaki ósammála niðurstöðu héraðsdóms Landsvaki lýsir sig ósammála niðurstöðu dóms sem féll í dag í máli átján einstaklinga sem stefndu Landsbankanum og Landsvaka, sem var vörsluaðili peningamarkassjóða Landsbankans. Dómurinn sýknaði stefndu af aðalkröfu en féllst að hluta til á varakröfu stefnenda og eru forsvarsmenn Landsvaka ósammála því. Í yfirlýsingu frá Landsvaka segir að samkvæmt dómnum hafi Landsvaka borið að lækka gengi sjóðsins þann 10. september 2008 vegna frétta um að líkur væru á að ábyrgð vegna XL Leisure Group myndi falla á Eimskip. 7. október 2009 16:22 Dæmt í peningamarkaðssjóðsmálum í dag Fyrstu dómarnir í máli gegn einum af gömlu bönkunum verða kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Niðurstaðan mun hafa fordæmisgildi. 7. október 2009 12:18 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Fallist á varakröfu í Landsvakamálinu upp að vissu marki Héraðsdómur féllst í dag á kröfu handhafa hlutdeildarskírteina hjá Landsvaka, peningamarkaðssjóðs Landsbankans. Landsbankinn var sýknaður af aðalkröfu stefnandans en dómurinn féllst á varakröfu stefnenda, upp að vissu marki. 7. október 2009 13:03
Landsvaki ósammála niðurstöðu héraðsdóms Landsvaki lýsir sig ósammála niðurstöðu dóms sem féll í dag í máli átján einstaklinga sem stefndu Landsbankanum og Landsvaka, sem var vörsluaðili peningamarkassjóða Landsbankans. Dómurinn sýknaði stefndu af aðalkröfu en féllst að hluta til á varakröfu stefnenda og eru forsvarsmenn Landsvaka ósammála því. Í yfirlýsingu frá Landsvaka segir að samkvæmt dómnum hafi Landsvaka borið að lækka gengi sjóðsins þann 10. september 2008 vegna frétta um að líkur væru á að ábyrgð vegna XL Leisure Group myndi falla á Eimskip. 7. október 2009 16:22
Dæmt í peningamarkaðssjóðsmálum í dag Fyrstu dómarnir í máli gegn einum af gömlu bönkunum verða kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Niðurstaðan mun hafa fordæmisgildi. 7. október 2009 12:18
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent