Innlent

Ungur karl­maður lést í slysinu á Vestur­lands­vegi

Kjartan Kjartansson skrifar
Fjöldi viðbragðsaðila voru á vettvangi.
Fjöldi viðbragðsaðila voru á vettvangi. Aðsend

Karlmaður um þrítugt lést í árekstri jepplings og flutningabíls á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, sunnan Leirvogsár á móts við Bugðufljót, síðdegis í gær. Tildrög slyssins eru enn til rannsóknar.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í tilkynningu að talið sé að annarri bifreiðinni hafi verið ekið yfir á rangan vegarhelming en bifreiðirnar komu úr gagnstæðri átt. Tilkynnt var um slysið klukkan 16:50 í gær.

Vesturlandsvegi var lokað í báðar áttir og umferð beint um Kjósarskarðsveg meðan vinna á vettvangi stóð yfir. Sá látni ók jepplingnum, en ökumann flutningabílsins sakaði ekki, að sögn lögreglu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×