Enski boltinn

Ancelotti: Svona mörg góð færi eiga að skila okkur marki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea.
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. Mynd/AFP

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, sagði að það vanti sjálfstraust í hans menn eftir markalaust jafntefli á móti Birmingham City í dag. Chelsea fékk fullt af fínum færum en tókst ekki að koma boltanum framhjá Joe Hart í marki Birmingham.

„Vanalega eiga Svona mörg góð færi eiga að skila okkur marki. Þegar þú færð fimm, sex eða sjö góð færi þá áttu að skora. Við megum ekki láta þetta ræna okkur sjálfstraustinu því við verðum að spila vel í næsta leik á móti Fulham," sagði Carlo Ancelotti.

„Ég tel samt að við höfum misst aðeins sjálfstraustið í okkar leik, við erum þreyttir og erum að glíma við meiðsli hjá mikilvægum leikmönnum. Við erum samt ennþá í efsta sæti og þurfum bara að fara að hugsa um næsta leik," sagði Carlo Ancelotti en Chelsea hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum.

„Ég vona ekki að fjarvera manna i Afríkukeppninni komi niður á okkur en við verðum bara að nota aðra leikmenn í hópnum á meðan," sagði Ancelotti en þetta var síðasti leikurinn hjá bæði Didier Drogba og Salomon Kalou.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×