Enski boltinn

Huddlestone í hnéuppskurð

NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Tom Huddlestone hjá Tottenham verður ekki með liði sínu í lokaleiknum í ensku úrvalsdeildinni þegar það sækir Liverpool heim.

Huddlestone fer í hnéuppskurð í dag og ljóst er að hann verður ekki með enska U-21 árs landsliðinu á EM í Svíþjóð í sumar.

Huddlestone spilaði 90 mínútur í 2-1 sigri Tottenham á Manchester City um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×