Enski boltinn

Rooney ætlar að skora 25 mörk í vetur

Eiríkur STefán Ásgeirsson skrifar
Rooney fagnar marki með United á síðustu leiktíð.
Rooney fagnar marki með United á síðustu leiktíð. Nordic Photos / Getty Images

Wayne Rooney hefur sett sér það markmið að skora 25 mörk á tímabilinu sem er framundan á Englandi.

Rooney skoraði 20 mörk á síðasta tímabili en lék oft á kantinum þar sem Cristiano Ronaldo fékk oftar að spila í frjálsu hlutverki. En nú þegar að Ronaldo er farinn frá félaginu hefur Alex Ferguson, stjóri United, falið Rooney að spila í hans uppáhaldsstöðu.

„Ég vona að ég nái markmiði mínu að skora 25 mörk," sagði Rooney í samtali við enska fjölmiðla. „Ég hef alltaf sagt að ég ætlaði að skora fleiri mörk og vonandi tekst mér það á þessu tímabili. Ég fékk það sem ég vildi en það var að fá að spila meira í gegnum miðjuna."

„Ég er ánægður með að taka að mér meiri ábyrgð nú þegar Cristiano er farinn en það hafa verið gerðar miklar eftirvæntingar til mín undanfarin sjö ár. Það hefur því lítið breyst þó svo að hann sé farinn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×