Enski boltinn

Mikel kærður fyrir ölvunarakstur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Obi Mikel, til hægri, í leik með Chelsea.
John Obi Mikel, til hægri, í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

John Obi Mikel, leikmaður Chelsea, hefur verið kærður fyrir ölvunarakstur en hann var handtekinn á aðfaranótt sunnudags í vesturhluta Lundúna.

Mikel mældist yfir leyfilegum áfengismörkum þegar hann var handtekinn en hann var ekki í leikmannahópi Chelsea sem vann 3-1 sigur á Ipswich í ensku bikarkeppninni á laugardaginn.

Áætlað er að Mikel komi fyrir dómara þann 3. apríl næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×