Enski boltinn

Berlusconi ætlar að krækja í Adebayor

AFP

Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, segir góðar líkur á því að félagið nái að krækja í framherjann Emmanuel Adebayor hjá Arsenal í sumar.

Adebayor var eftirsóttur af ítalska félaginu fyrir ári síðan en því tókst ekki að lokka hann frá Lundúnum. Tógómaðurinn framlengdi síðan samning sinn við Arsenal og talið var að málið væri úr sögunni.

Orðrómur um að Adebayor væri á leið frá Arsenal hefur hinsvegar farið af stað á ný og hefur hann m.a. verið orðaður við Chelsea. Arsene Wenger hefur ekki útilokað að selja Adebayor til annars félags í úrvalsdeildinni, en segir hann þó vera inni í framtíðarplönum Arsenal.

Nú virðist Berlusconi vera ákveðinn í að láta reyna á það hvort Arsenal vill láta hann fara.

"Það eru góðar líkur á því að við getum fengið Adebayor," sagði Berlusconi í viðtali við ítalska fjölmiðla í gærkvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×