Enski boltinn

Foster frá keppni í tvo mánuði

Nordic Photos/Getty Images

Ben Foster, markvörður Manchester United, verður frá æfingum og keppni næstu tvo mánuðina eftir að hafa gengist undir uppskurð á þumalfingri.

Foster hefur átt erfitt með að halda heilsu undanfarin ár og nú er ljóst að hann fær ekki að sitja á varamannabekk Manchester United í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni í Róm þann 27. þessa mánaðar.

Meiðsli þessi þýða líka að hann verður ekki með enska landsliðinu í verkefnum þess í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×