Enski boltinn

Brynjar framlengdi við Reading

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brynjar Björn.
Brynjar Björn.

Landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson er búinn að skrifa undir nýjan eins árs samning við Reading.

Samningur Brynjars, sem orðinn er 33 ára, hafði runnið sitt skeið en félagið vildi ekki missa hann frá sér.

„Hann er mjög góður leikmaður. Gæði hans gera hann að fjölhæfum leikmanni og hann er gott fordæmi fyrir unga leikmenn," sagði yfirmaður knattspyrnumála hjá Reading, Nicky Hammond.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×