Sjá sjálfir um að þvo fötin Elvar Geir Magnússon skrifar 22. júlí 2009 08:00 Indriði Sigurðsson í landsleik gegn Hollandi. Nordic photos/Getty images „Klúbburinn er í mjög erfiðum málum og þarf að losa sig við leikmenn," segir varnarmaðurinn Indriði Sigurðsson sem er samningsbundinn Lyn í Noregi. Félagið stendur á brauðfótum en fjárhagsstaða þess er virkilega slæm. „Ef ég væri stjórnarmaður einhvers liðs myndi ég persónulega ekki leggja fram tilboð í leikmann hjá okkur á þessum tímapunkti heldur bíða aðeins því það er möguleiki á að fá hann ókeypis ef liðið fer á hausinn," segir Indriði. Norskir fjölmiðlar telja líklegt að hann verði fyrsti leikmaðurinn sem Lyn selji til að létta reksturinn en annað Íslendingalið, Brann, hefur áhuga á honum. „Við höfum það fínt í Ósló en ég viðurkenni að ég hef meiri metnað en að vera í botnbaráttunni. Það væri erfitt að stökkva af sökkvandi skipi og ég væri til í að vera út þetta tímabil og sjá hver staðan er eftir það. Ef eitthvað gerist sem hjálpar félaginu fjárhagslega og ég lít á sem spennandi kost þá væri ég vitleysingur ef ég myndi ekki skoða það," segir Indriði. „Brann er stór klúbbur á norskan mælikvarða og mjög góð umgjörð í kringum hann. Auðvitað er það spennandi kostur." Fyrir hjá Brann eru fimm Íslendingar en samningur Kristjáns Arnar Sigurðssonar er að renna út og telja norskir fjölmiðlar líklegt að félagið vilji fá Indriða í hans stað. Meðal þess sem Lyn hefur gert til að spara er að láta leikmenn sjálfa sjá um að þvo æfingafötin sín. „Við leikmenn tókum á okkur launalækkun og mér finnst það persónulega lítið mál að við sjáum um þvottinn líka. Konan er reyndar alveg brjáluð," sagði Indriði kíminn. „Félagið hefur þurft að greiða fyrir þvottinn þar sem það er ekki með neinar stórar þvottavélar eins og mörg félög. Við buðumst til að aðstoða með ákveðna kostnaðarliði og það er búið að skera niður ýmislegt, til dæmis hádegismat eftir æfingar og svona." Tveir aðrir Íslendingar eru á mála hjá Lyn, Theodór Elmar Bjarnason og markvörðurinn Arnar Darri Pétursson. „Við höfum verið að tapa mörgum leikjum með einu marki en maður er samt alltaf bjartsýnn. Mér finnst við vera of góðir til að falla en taflan lýgur samt ekki," segir Indriði. Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
„Klúbburinn er í mjög erfiðum málum og þarf að losa sig við leikmenn," segir varnarmaðurinn Indriði Sigurðsson sem er samningsbundinn Lyn í Noregi. Félagið stendur á brauðfótum en fjárhagsstaða þess er virkilega slæm. „Ef ég væri stjórnarmaður einhvers liðs myndi ég persónulega ekki leggja fram tilboð í leikmann hjá okkur á þessum tímapunkti heldur bíða aðeins því það er möguleiki á að fá hann ókeypis ef liðið fer á hausinn," segir Indriði. Norskir fjölmiðlar telja líklegt að hann verði fyrsti leikmaðurinn sem Lyn selji til að létta reksturinn en annað Íslendingalið, Brann, hefur áhuga á honum. „Við höfum það fínt í Ósló en ég viðurkenni að ég hef meiri metnað en að vera í botnbaráttunni. Það væri erfitt að stökkva af sökkvandi skipi og ég væri til í að vera út þetta tímabil og sjá hver staðan er eftir það. Ef eitthvað gerist sem hjálpar félaginu fjárhagslega og ég lít á sem spennandi kost þá væri ég vitleysingur ef ég myndi ekki skoða það," segir Indriði. „Brann er stór klúbbur á norskan mælikvarða og mjög góð umgjörð í kringum hann. Auðvitað er það spennandi kostur." Fyrir hjá Brann eru fimm Íslendingar en samningur Kristjáns Arnar Sigurðssonar er að renna út og telja norskir fjölmiðlar líklegt að félagið vilji fá Indriða í hans stað. Meðal þess sem Lyn hefur gert til að spara er að láta leikmenn sjálfa sjá um að þvo æfingafötin sín. „Við leikmenn tókum á okkur launalækkun og mér finnst það persónulega lítið mál að við sjáum um þvottinn líka. Konan er reyndar alveg brjáluð," sagði Indriði kíminn. „Félagið hefur þurft að greiða fyrir þvottinn þar sem það er ekki með neinar stórar þvottavélar eins og mörg félög. Við buðumst til að aðstoða með ákveðna kostnaðarliði og það er búið að skera niður ýmislegt, til dæmis hádegismat eftir æfingar og svona." Tveir aðrir Íslendingar eru á mála hjá Lyn, Theodór Elmar Bjarnason og markvörðurinn Arnar Darri Pétursson. „Við höfum verið að tapa mörgum leikjum með einu marki en maður er samt alltaf bjartsýnn. Mér finnst við vera of góðir til að falla en taflan lýgur samt ekki," segir Indriði.
Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira