Enski boltinn

Wenger ánægður með að Walcott fái að spila

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Theo Walcott í leik með Arsenal á síðustu leiktíð.
Theo Walcott í leik með Arsenal á síðustu leiktíð. Nordic Photos / AFP

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ánægður með að Theo Walcott fái tækifæri til að spila með enska landsliðinu gegn Hollandi annað kvöld.

Wenger hafði áður lýst yfir áhyggjum sínum að Walcott spilaði með Englandi í EM U-21 liða í Svíþjóð í sumar auk þess sem hann væri í A-landsliðinu. Það gerði það að verkum að hann gat lítið tekið þátt í undirbúningstímabili Arsenal.

Hann hefur aðeins náð að spila í 45 mínútur með Arsenal í sumar en það var í 45 mínútur gegn Valencia í síðustu viku.

„Hann þarf á samkeppninni að halda og ef hann fær að spila í leiknum verður það gott fyrir okkur," sagði Wenger á heimasíðu Arsenal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×