Enski boltinn

Ferguson: Dómarar ættu ekki að ákveða uppbótartímann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, bar sig ágætlega þrátt fyrir sárt tap United gegn Aston Villa í dag. Það var fyrsta tap United fyrir Villa síðan 1995 og fyrsta tap United á heimavelli gegn Villa síðan 1983.

„Mér fannst við eiga eitthvað skilið í síðari hálfleik. Það var ekki mikið að gerast í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik keyrðum við síðan yfir þá. Áttum fullt af flottum færum en skoruðum ekkert. Þetta var bara einn af þessum dögum þar sem boltinn vill ekki fara inn," sagði Ferguson sem var ósáttur við hversu litlum tíma hefði verið bætt við leikinn.

„Það ætti að leysa dómara undan þeirri ábyrgð að ákveða hver uppbótartíminn sé. Leikurinn stoppaði tvisvar í rúmar tvær mínútur en samt var bara bætt þrem mínútum við leikinn," sagði Ferguson ákveðinn en hann er að skilorði og þarf að gæta orða sinna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×