Enski boltinn

Benitez hefur áhuga á á varnarmanni hjá Hull

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Turner fagnar hér marki með Hull.
Michael Turner fagnar hér marki með Hull. Mynd/AFP

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, er í miklum vandræðum með meiðsli varnarmanna sinna þessa daganna og nú síðasta meiddist Jamie Carragher í æfingaleik á móti Atletico Madrid á Anfield í gær. Til að leysa málið hefur Benitez sýnt áhuga á að kaupa Michael Turner frá Hull City.

Benitez hefur talað við Phil Brown, stjóra Hull, um að kaupa hinn 25 ára gamla og 193 sm háa Turner. Benitez hefur þegar boðið sex milljónir punda í Turner en það er talið að Hull vilji fá í kringum tólf milljónir fyrir leikmanninn.

„Við höfum tvo möguleika í stöðunni, annaðhvort kaupum við nýjan miðvörð eða höldum áfram að vinna með ungu leikmennina okkar," sagði Benitez sem vonast eftir því að það styttist í það að meiddir varnarleikmenn liðsins snúi aftur.

Miðverðirnir Daniel Agger og Martin Skrtel eru enn meiddir og Benitez hefur látið þá Sami Hyypia og Alvaro Arbeloa fara frá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×